Mannlegi þátturinn

Sæunnarsundið, útivera við dvalarheimili og Vala lesandinn


Listen Later

Árið 1987 synti kýrin Harpa þvert yfir Önundarfjörðinn, frá Flateyri, og kom í land hinum megin við fjörðinn við Kirkjuból í Valþjófsdal. Hún hafði slitið sig lausa við sláturhúsdyrnar og stökk í sjóinn. Hjónin á Kirkjubóli ákváðu að verðlauna henni þrautseigjuna með því að taka hana að sér í stað þess að senda hana aftur til slátrarans. Harpa hóf þannig nýtt líf á Kirkjubóli undir nýju nafni og var nú nefnd Sæunn, með tilvísun í sjósundið mikla. Bryndís Sigurðardóttir, Sæunnarsundstjóri, kom í þáttinn og sagði okkur frá Sæunnarsundinu sem þreytt verður í fjórða sinn á laugardaginn til minningar um þetta mikla afrek Hörpu.
Við sögðum svo frá lokaverkefni Jóns Arnar Sverrissonar í landlagsarkitektúr, en í því leggur hann áherslu á að umhverfi dvalarheimila fyrir aldraða verði þannig úr garði gert að heimilisfólkið geti notið útiveru á sem fjölbreyttastan hátt í gróðursælu umhverfi. Hann segir aðstöðuleysi vera almennt við dvalarheimili og að það sé víða eins og það sé ekki reiknað með að fólk á þessum aldri njóti útiveru, þó auðvitað sé það víða í lagi. Hann vann sjálfur á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, og notar það umhverfi í lokaverkefni sínu auk þess að leggja spurningalista fyrir starfsfólk og heimilisfólk um hvað það vilji. Jón Arnar sagði okkur frá þessu í þættinum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var leikkonan og handritshöfundur Vala Þórsdóttir. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Vala talaði um bækur eftir Alexander McCall, Isabel Dalhousie og Elísabetu Jökulsdóttur. Svo nefndi hún tvær sjálfshjálparbækur: Boundary boss, e. Terry Cole og Árin sem enginn man e. Sæunni Kjartansd. Þegar Vala svo leit til baka þá nefndi hún Línu Langsokkur og smásögur Svövu Jakobsdóttur, sem stóðu sérstaklega upp úr og hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.
Tónlist í þættinum í dag:
Borð fyrir tvo / Hjálmar (Sigurður Halldór Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason)
Sundhetjan / Sigríður Thorlacius, Bogomil Font og hljómsveit Tómasar R. Einarssonar (Tómas R. Einarsson)
Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners