Umræða um smáhýsin í Skaftafelli hefur verið talsverð síðustu daga. Bygging húsanna er umdeild hjá sumum, meðal annars Andra Snæ Magnasyni rithöfundi.
Húsin er í eigu fyrirtækis sem heitir Arctic Circle Hotels. Hótelfyrirtækið er í eigu ferðaþjónusturisans Arctic Adventures og verktakafyrirtækisins Þingvangs. Artic Adventures á 60 prósenta hlut í hótelfyrirtækinu og Þingvangur á 40 prósent. Í húsunum verður gistaaðstaða fyrir ferðamenn.
Jóhann Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Artic Adventures, svarar fyrir gagnrýni á byggingu smáhýsanna.
Einnig er rætt við Stefán Benediktsson, landeiganda í Skaftafelli og fyrrverandi þjóðgarðsvörð, sem seldi jörðina undir húsin á 190 milljónir króna árið 2023.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson