Sagnfræðingafélag Íslands verður 50 ára á fimmtudaginn í næstu viku og heldur upp á afmæli sitt með afmælismálþingi og afmælisveislu í Karólínusvítunni á Hótel Borg. Sagnfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn flytja erindi um það hvers vegna við rannsökum sögu og hvort og þá hvernig og til hverra niðurstöðunum er komið á framfæri. Markús Þórhallsson, formaður félagsins, kom í þáttinn og ræddi við okkur félagið og sagnfræði.
Við fengum svo Sigurlaugu G. Ingólfsdóttur, formann Kærleikssamtakanna í þáttinn til að segja okkur frá nýjum vernduðum vinnustað sem verður starfs- og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem hafa misst tökin í lífinu og vilja koma aftur undir sig fótunum. Sigurlaug sagði okkur frá samtökunum, þessum nýja verndaða vinnustað og sinni reynslu, hvernig hún tók á sínum geðræna vanda, í þættinum í dag. Hún talaði til dæmis um söfnun sem er hafin á vegum samtakanna, en allar upplýsingar um hana er hægt að finna á www.kaerleikssamtokin.is
UMSJÓN GUNNAR HANSSON