Mannlegi þátturinn

Salka Sól prjónar, Mæðrablómið og Auður garðyrkjufræðingur


Listen Later

Salka Sól Eyfeld, tónlistar- og prjónakona, hefur umsjón með handverkskaffinu sem haldið verður í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld. Þar deilir hún prjónasögu sinni með gestum og segir frá fyrstu prjónabókinni sem hún gaf út með Sjöfn Kristjánsdóttur prjónahönnuði fyrir síðustu jól. Sú bók hefur selst í yfir 5000 eintökum og margar ungar konur hafa stigið sín fyrstu skref í prjónaskap í kjölfarið enda vita allir sem hafa prófað að prjóna að það er bæði skemmtilegt og gefandi. Við fengum Sölku Sól til að koma í þáttinn og ræða prjónaskapinn.
Árlegri fjáröflun Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur verður hleypt af stokkunum við athöfn að Bessastöðum í dag, í rauninni byrjaði athöfnin klukkan 11 þegar Eliza Reid, forsetafrú og velunnari sjóðsins tók við ?Mæðrablóminu? sem líkt og undanfarin ár er í formi leyniskilaboðakertis. Frá upphafi stofnunar sjóðsins hefur hann veitt rúmlega 300 styrki fyrir tekjulágar konur til mennta. Anna H. Pétursdottir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, kom í þáttinn og sagði frá þessari fjáröflun og starfi sjóðsins.
Vorið er komið og grundirnar gróa og um leið vakna alls kyns spurningar varðandi gróður og garðastúss. Margrét Blöndal var á labbinu á Selfossi og bankaði uppá hjá Auði Ottesen garðyrkjufræðingi og ritstjóra Sumarhússins og garðsins og fékk að vita ýmislegt um sáningu, ætar begóníur og músíkalskar plöntur. Við heyrðum spjall þeirra í lok þáttar.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners