Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Selma Björnsdóttir leikkona, söngkona, leikstjóri og athafnastjóri hjá Siðmennt. Hún er Garðbæingur í húð og hár, ein fjögurra systra og hver og ein þessara systra hefur látið að sér kveða á listasviðinu í dansi og söng. Selma var að senda frá sér nýtt lag, fyrsta nýja lagið í 10 ár og tengist sýningu sem hún, Salka Sól og Björk Jakobsdóttir eru að setja upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu næsta haust. Við ræddum við Selmu um ferðalagið í gegnum lífið, sönginn, leikhúsið, Eurovision og margt fleira.
Í matarspjallinu var vegur skúffukökunnar í hávegum hafður. Hvernig er besta skúffukakan, hvernig er besta kremið og hvað segir fólk um kókósmjöl? Við fengum sérstakan símagest í þáttinn sem er heldur betur rómuð fyrir bakstur, Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON