Víðsjá

Sembaltónlist, sjónvarpsgláp, konur og náttúruvernd


Listen Later

Í dag kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund hér í Víðsjá. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur hefur einbeitt sér að því að horfa til baka frá sjónarhorni femínisma og skoðað meðal annars sögu kvenna sem voru á jaðri gamla bændasamfélagsins, förukonur og einsetukonur. Einnig hefur hún skrifað um kynferðisofbeldi gegn vinnukonum og um skyggnar konur sem stunduðu miðilsstörf á uppgangstíma andatrúar á Íslandi. Hér í Víðsjá á næstu vikum mun Dalrún fjalla um viðhorf íslenskra kvenna fyrr á öldum til íslenskrar náttúru. Í pistli dagsins fjallar hún um framlag tveggja fyrri alda kvenna til náttúruverndar á Íslandi og beinir sjónum að aðgerðarsinnunum Sigríði frá Brattholti og Þorbjörgu Sveinsdóttur, sem lögðu mikið í sölurnar til að vernda straumvötn og lífríki þeirra.
Halldór Bjarki Arnarson spilar jöfnum höndum á sembal, orgel, píanó og horn en er þar að auki liðtækur á ýmis konar íslensk þjóðlagahljóðfæri sem liðsmaður í fjölskylduhljómsveitinni Spilmenn Ríkínís. Hann hefur einnig fengist við tónsmíðar - samið raftónlist og hljóðfæratónlist, en í dag stundar Halldór Bjarki framhaldsnám í semballeik í Sviss. Á morgun heldur hann hádegistónleika í Slanum í Kópavogi þar sem hann hyggst kanna þær andstæður sem einkenna sembaltónlist barrokktímans. VIð lítum í heimsókn til Halldórs Bjarka hér á eftir.
Og við hefjum þáttinn á nýárshugleiðingum eftir sófagláp hátíðanna. Við sögu kemur sjónvarpsserían Verbúð og ameríska Netflix myndin Dont look up.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

90,922 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

19 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

15 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners