Sentia sálfræðistofa er með sálfræðiþjónustu sem alfarið snýr að börnum, ungmennum og fjölskyldum. Sentia stendur nú, ásamt Nexus fyrir fyrir helgarnámskeiðum fyrir ungt fólk til dæmis í, hlutverkaspilum, svokölluðu LARPi eða rauntímaspunaspili, sjálfstyrkinganámskeið fyrir stúlkur, skylmingum og fleira. Við fengum Soffíu Elínu Sigurðardóttur sálfræðing sem bjó til námskeiðin og Baldur Hannesson sálfræðing sem stýrir námskeiðunum með Soffíu í þáttinn til að segja okkur frekar frá.
Nú í byrjun september fer í gang 8 vikna námskeið sem haldið er í gegnum alþjóðlegu góðgerðasamtökin Action for Happiness. Námskeiðið byggir á niðurstöðum úr rannsóknum á hamingju og er markmið þess að hvetja fólk til að gera meira af því sem vitað er að gefur fólki sanna lífsfyllingu - og það er ekki peningar, frægð og frami! Þórhildur Magnúsdóttir og Erna Geirsdóttir komu í þáttinn og sögðu frá.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngkona og söngkennari. Í ár setti hún sér markmið að lesa 100 bækur og hún er svo gott sem á áætlun. Við fengum hana til að segja okkur hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON