Mannlegi þátturinn

Sérfræðingur í öldrunarlækningum og ritlistarnámskeið


Listen Later

Sérfræðingurinn í dag var lyf- og öldrunarlæknirinn Ólafur Þór Gunnarsson. Oft er það svo að eldra fólk fær marga sjúkdóma samtímis, eða glímir við marga langvinna sjúkdóma sem þá safnast í sarpinn með hækkandi aldri. Algeng dæmi um þetta eru alls konar stoðkerfisvandamál, hjarta- og æðasjúkdómar, minnissjúkdómar eins og Alzheimers, þvagfæravandamál , geðræn vandamál, tauga- og skyntruflanir, lungnasjúkdómar, sýkingar, innkirtlavandamál ofl. Sjúkdómar eldra fólks leiða oft til færniskerðingar, og þess vegna er endurhæfing mjög mikilvægur þáttur í starfi öldrunarlækna. Við ræddum við Ólaf um öldrunarlækningar í þættinum í dag og hann svaraði spurningum hlustenda sem hafa sent þær með tölvupósti og Guðný Kristrún Óskarsdóttir bar meira að segja upp tvær spurningar í beinni útsendingu í gegnum símann.
Það er vart orðum aukið að sjaldan, eða aldrei, hafi hæfileikinn til að finna gleðina í því smáa komið sér jafn vel og undanfarna mánuði og misseri. Á tímum kófsins finna margir ánægju í því að reyna fyrir sér í nýjum áhugamálum eða gefa sér aftur tíma til að sinna gömlum hugðarefnum. Við forvitnuðumst um ókeypis ritlistarnámskeið á vegum Borgarbókasafnsins þar sem sjónum er beint að hinu smáa: Tilraunir með smátexta, örsögur, ljóð, smásögur og stílæfingar. Sunna Dís Másdóttir, bókmenntavirki og leiðbeinandi á námskeiðinu, kom í þáttinn og sagði frá.
Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

458 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

130 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

26 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

9 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners