Við byrjuðum þáttinn í dag á því að senda út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna. Þátturinn var því styttri sem því nemur.
Í dag er fimmtudagur og því vorum við auðvitað með sérfræðing í þættinum. Að þessu sinni var það Berglind Stefánsdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri hjá VIRK. Við ræddum við hana um kulnun. Kulnun er og hefur verið mikið í umræðunni síðastliðin ár og skilgreiningin á hugtakinu hefur tekið nokkrum breytingum. Berglind fræddi okkur um þessa þróun og gefa okkur nýjustu upplýsingar varðandi kulnun og svaraði spurningum varðandi kulnun sem hlustendur hafa sent á netfang okkar,
[email protected].