Við byrjuðum þáttinn í dag eins og aðra fimmtudaga og mánudaga undanfarið, með því að senda út fyrsta hlutann af upplýsingafundi almannavarna, því er þáttur dagsins styttri sem því nemur.
Í dag fengum við sérfræðing til okkar, eins og aðra fimmtudaga, til þess að fræða okkur um sitt sérfræðisvið og til þess að svara spurningum hlustenda. Sérfræðingur dagsins í Mannlega þættinum var Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum. Hún hefur mikla reynslu af því að fara á vinnustaði að veita ráðgjöf og aðstoð á margvíslegan hátt. Í málum sem snúa að sáttamiðlun, áfallahjálp, andrúmslofti á vinnustöðum, vinnustaðagreiningu, einelti og kynferðislega áreitni á vinnustað og margt fleira. Við fengum Þórkötlu til að segja frá sínum störfum og til þess að svara spurningum sem hlustendur sendu okkur á netfang þáttarins,
[email protected]