Við fengum Ragnheiði Sveinþórsdóttur í þáttinn, en hún er móðir níu ára drengs sem fæddist með skarð í gómi. Sjúkratryggingar Íslands hafa neitað greiðsluþáttöku vegna kostnaðar tannréttingameðferðar drengsins og ferðakostnaðar, en fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Ragnheiður sagði sögu þeirra og hvar málið stendur í dag.
Saga háriðna á Íslandi er aldarspegill. Hún varpar ljósi á nútímavæðingu íslensks samfélags, innreið hreinlætis- og tískuvitundar og viðleitni smáþjóðar til að tilheyra alþjóðasamfélaginu. Þorgerður Þorvaldsdóttir og Bára Baldursdóttir fjalla um kynjaða menningu háriðnar á Íslandi í sérstöku erindi sem þær kalla „Að lækna heilaþreytu, krulla, klippa og raka - kynleg menning á rakara- og hárgreiðslustofum“ sem þær byggja á bók sinni Krullað og klippt, sem kom út á síðasta ári. Þær komu í þáttinn í dag.
Minkar eru af flestum taldir miklir skaðvaldar í náttúru Íslands og stafar t.d. fuglalífi hætta af hinu mikla drápseðli minksins. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Guðbrand Sverrisson bónda á Bassastöðum sem hefur stundað minkaveiðar frá unglingsárum og hann heldur því fram að mun skemmtilegra sé að veiða mink en t.d. lax.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON