Mannlegi þátturinn

SÍ neita greiðsluþáttöku, kynjuð hármenning og minkaveiðar


Listen Later

Við fengum Ragnheiði Sveinþórsdóttur í þáttinn, en hún er móðir níu ára drengs sem fæddist með skarð í gómi. Sjúkratryggingar Íslands hafa neitað greiðsluþáttöku vegna kostnaðar tannréttingameðferðar drengsins og ferðakostnaðar, en fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Ragnheiður sagði sögu þeirra og hvar málið stendur í dag.
Saga háriðna á Íslandi er aldarspegill. Hún varpar ljósi á nútímavæðingu íslensks samfélags, innreið hreinlætis- og tískuvitundar og viðleitni smáþjóðar til að tilheyra alþjóðasamfélaginu. Þorgerður Þorvaldsdóttir og Bára Baldursdóttir fjalla um kynjaða menningu háriðnar á Íslandi í sérstöku erindi sem þær kalla „Að lækna heilaþreytu, krulla, klippa og raka - kynleg menning á rakara- og hárgreiðslustofum“ sem þær byggja á bók sinni Krullað og klippt, sem kom út á síðasta ári. Þær komu í þáttinn í dag.
Minkar eru af flestum taldir miklir skaðvaldar í náttúru Íslands og stafar t.d. fuglalífi hætta af hinu mikla drápseðli minksins. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Guðbrand Sverrisson bónda á Bassastöðum sem hefur stundað minkaveiðar frá unglingsárum og hann heldur því fram að mun skemmtilegra sé að veiða mink en t.d. lax.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners