Í er fimmtudagur og þá kom sérfræðingur í þáttinn. Í þetta sinn var það Sigmundur Grétar Hermannsson, eða Simmi smiður. Í starfi sínu sem smiður sinnir hann viðhaldi húsa, forvörnum á húsum og hann þekkir vel til rakaskemmda og myglu í húsnæði. Í fyrri hluta þáttar fengum við Sigmund til að segja okkur frá sínu starfi og helstu verkefnum og svo í síðari hlutanum svaraði hann spurningum sem hlustendur hafa sent inn í þáttinn á netfangið okkar,
[email protected].
Svo er dagur verkfræðinnar á morgun, við heyrðum í Svönu Helenu Björnsdóttur, formanni VFÍ, Verkfræðingafélags Íslands, en það er heljarinnar dagskrá á Hótel Hilton Reykjavík Nordica í tilefni dagsins. Þar mun til dæmis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tala og Teningurinn verður afhendur í fyrsta sinn. Við heyrðum meira af þessu hjá Svönu í þættinum.