Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Sigríður Pétursdóttir, eða Sigga Pé eins og hún er oftast kölluð. Hún er kvikmyndafræðingur, hefur starfað sem kvikmyndarýnir og dagskrárgerðarkona hér hjá okkur á RUV í útvarpi og sjónvarpi, og einnig sem sjónvarpsþula á árum áður. Við rifjuðum upp æskuárin á Húsavík og ýmislegt fleira í þætti dagsins.
Og af því að Sigga er einnig annálaður matgæðingur fengum við hana til að vera með okkur áfram í matarspjallinu hjá Sigurlaugu Margréti og þar var hún á konunglegum nótum, því Sigga er sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni og nú þegar margir landsmenn horfa á The Crown er upplagt að gera sér dagamun um helgina, í þessu blessaða Covid ástandi, og búa til High Tea stemmningu að breskum sið.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR