Föstudagsgesturinn í þetta sinn var söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún hefur sungið sig inn í hjört landsmanna, bæði bara sem hún sjálf og svo með hljómsveit sinni Hjaltalín, með Sigurði Guðmundssyni, hljómsveitinni GÓSS og fleirum. Það var gaman að spjalla við hana um lífið og tilveruna í þættinum í dag.
Svo er það matarspjallið. Í dag heyrðum við í Huldu Hrönn Ingadóttur á Akureyri. Hún og maðurinn hennar Pétur Guðjónsson gerðu matarinnkaup fyrir 37 dögum og ákváðu að kaupa ekki meira í matinn fyrr en eftir 40 daga. Þau hafa sem sagt bara borðað það sem þau keyptu þá og svo t.d. úr frystinum. Það var áhugavert að heyra um þetta verkefni hjá þeim, hvernig hefur gengið, af hverju þau tóku þessa ákvörðun og hver staðan er núna undir lok tímabilsins.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR