Mannlegi þátturinn

Sigur í uppgjöf, siðfræði sagnfræðinnar og Blómstra


Listen Later

Háskólakennarar á eftirlaunum með langa reynslu af starfi með alkóhólistum og rannsóknum, skrifuðu saman bók sem byggir á 50 viðtölum við alkóhólista sem höfðu verið án vímu í 5 ár eða lengur. Viðmælendur bókarinnar voru spurðir hvað þeir hefðu gert til að takast að vera vímulausir svo lengi. Svörin voru tekin í þemu og niðurstöðurnar, sem voru mjög afgerandi, eru birtar í bókinni Sigurinn liggur í uppgjöfinni. Sigurlína Davíðsdóttir, doktor í félagssálfræði er annar höfunda bókarinnar og hún kom í þáttinn í dag.
Sagnfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi í næstu viku undir yfirskriftinni Er sagnfræði siðleg? Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur heldur þar erindi sem nefnist Að segja sögur og nefna nöfn. Í erindinu veltir hún fyrir sér hvernig nálgast á viðkvæm viðfangsefni og hvaða stíl á að tileinka sér þegar fjallað er um fólk og persónuleg málefni þeirra. Hvenær á að nafngreina fólk í söguskoðun, því sagnfræðingar sem vinna með viðkvæm málefni, t.d. á sviði heilbrigðissögu, eru alls ekki sammala um það. Kristín Svava sagði okkur betur frá þessu í þættinum.
Herdís Helga Arnalds, hagfræðingur og tölvunarfræðingur, hefur haft óbilandi áhuga á trjárækt og plöntulífríkinu frá barnæsku. Hún stofnaði fyrirtækið Blómstru fyrir stuttu og hjálpar hún þúsundum viðskiptavina við að halda lífi í plöntunum sínum í gegnum plöntuáskriftarþjónustu og sendir fólki meðal annars leiðbeiningar og fróðleik. Herdís Helga kom í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson)
Dag eftir dag / Múgsefjun (Eva Hafsteinsdóttir og Hjalti Þorkelsson)
Gamli góði vinur / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Lifðu hægt / Hildur Vala Einarsdóttir (Svavar Knútur og Karl Ágúst Úlfsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners