Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Silja Hauksdóttir, kvikmyndaleikstjóri. En hún leikstýrir kvikmyndinni Agnes Joy, sem komin er í kvikmyndahús. Við spjölluðum við hana um æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og auðvitað um myndina Agnes Joy.
Sigurlaug Margrét var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn töluðum við um matarvenjur og matarsögu landsins okkar. En við brugðum okkur í Bíó Paradís í gær og sáum heimildamyndina Gósenlandið sem fjallar einmitt um matarsögu Íslands.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON