Mannlegi þátturinn

Sjómannadagurinn, golfsumarið og Heklugosið 1970


Listen Later

Sjómannadagurinn er framundan um allt land og við forvitnuðums um dagskrána hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem mikið verður um dýrðir eftir tveggja ára hlé. Það verður boðað til mannfagnaðar á Grandanum í Reykjavík á sunnudaginn (12.júní). Undirbúningur hefur staðið yfir í um sjö mánuði og yfirskriftin í ár er Hafsjór af skemmtun og er miðuð við að öll fjölskyldan geti komið saman og notið hátíðarinnar. Anna Björk Árnadóttir, frá viðburðarfyrirtækinu Eventum og framkvæmdastýra hátíðarhaldanna í ár kom í þáttinn í dag.
Litlir hvítir boltar eru farnir að fljúga, mislangt, í miklu magni um grænar grundir landsins á nýjan leik. Kylfingar hlaupa á eftir þeim í gleðivímu með bros eyrnanna á milli, eftir að hafa pússað kylfurnar yfir vetrarmánuðina. Við fengum því Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands, til að fara með okkur yfir golfsumarið. Golfsambandið er elsta og næst fjölmennasta íþróttasambandið innan ÍSÍ með um 22.000 félaga. Í fyrra var 12% aukning á kylfingum sem eru skráðir í golfklúbba. Þetta er aukning um 2.000 kylfinga frá fyrra ári. Árið 2019, áður en Covid skall á, spiluðu erlendir kylfingar yfir 10.000 hringi á íslenskum golfvöllum. Við fengum að vita hver staðan er núna og hvað er framundan hjá golfhreyfingunni.
Skjálftavirkni hefur verið talsverð undanfarið, bæði á Reykjanesi og fyrir norðan. Því er áhugavert að heyra efnið sem Þór Fjalar Hallgrímsson, sem var í starfsnámi hér á Rás 1 í vor, fann fyrir okkur í safni Útvarpsins. Þann 5. maí 1970 fór Hekla að gjósa í 15. skiptið frá upphafi íslandsbyggðar. Daginn eftir var Árni Gunnarsson með fréttauka um gosið og við fengum að heyra hluta af honum í þættinum í dag. Árni talaði þar við þá Sigurð Þórarinsson og Harald Georgsson bónda í Haga í Gnúpverjahreppi.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners