Mannlegi þátturinn

Sjón, jóga og gongsetur og Júlían lesandi vikunnar


Listen Later

Í bók sinni, Korngult hár, grá augu, fjallar Sjón um Gunnar Kampen, ungan mann sem elst upp í vesturbæ Reykjavíkur í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann stofnar andgyðinglegan stórnmálaflokk og tekur þátt í að breiða út boðskap nýnasista. En hvað varð til þess að hann fór inn á þær brautir? Sjón kom í þáttinn í dag og við spjölluðum við hann um einmitt það. Við fengum að vita að hverju hann komst að við að skrifa þessa bók og í gegnum þá rannsóknarvinnu sem hann vann fyrir hana.
Í gömlu bakhúsi í miðbænum á Akureyri leynist Ómur - Jóga og gongsetur. Þar er boðið upp á fjölbreytta jógatíma og á vefsíðu þeirra stendur að það sé þeirra hjartans ósk að þetta sé staður þar sem allar sálir geti lært, vaxið og fengið stuðning til að upplifa jákvæða breytingu í eigin lífi. Við fengum stofnanda Óms, hana Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur jógakennara, til okkar í hljóðverið á Akureyri og hún sagði okkur frá starfseminni, jóga og leyndardómum gongsins.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Júlían Jóhann Karl Jóhannson, kraftlyftingarmaður og nýkjörinn íþróttamaður ársins. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrift á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

15 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

8 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners