Við fjölluðum um köld böð og sjósund í þættinum í dag, en Náttúrlækningafélag Íslands heldur málþing um efnið á morgun og yfirskriftin er Köld böð og sjósund - Heilsuefling eða öfgar? Þar koma fram ýmsir fyrirlesarar og meðal þeirra er Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor og yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, hans erindi nefnist Sjórinn er skelfilega góður. Björn Rúnar spjallaði við okkur í dag.
Við fengum svo nýjan pistil, eða vinkil eins og Guðjón Helgi Ólafsson kýs að kalla pistla sína. Í þetta sinn bar Guðjón vinkil sinn upp að sveitaböllum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Einar Kári Jóhannsson bókaútgefandi. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækur sem Einar talaði um í dag voru:
Allt sem rennur e. Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Staðurinn / Getting Lost e. Annie Ernaux
The Dry Heart e. Natalia Ginzburg
Elskhuginn e. Marguerite Duras
What We Owe the Future e. William MacAskill
Tónlist í þættinum í dag:
Vegbúinn / Hera Hjartardóttir og KK (KK)
Kveðju sendir blærinn / Elly Vilhjálms (Pugliese Vian og Pálmi Ólafsson)
Tasko tostada / Hljómar (Rúnar Júlíusson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR