Mannlegi þátturinn

Sjúk ást og spilið Sjúk flögg og 3dagar.is


Listen Later

Það getur stundum verið erfitt að skilja á milli heilbrigðra og sjúkra sambanda. Þá er gott að skoða hegðun, bæði sína eigin og annarra, og meta hvert tilvik fyrir sig. Sjúk flögg er umræðuspil sem skoðar heilbrigða og óheilbrigða hegðun í samböndum og hentar ungmennum jafnt sem fullorðnum. Spilið er gefið út í tilefni af því að ný Sjúkást herferð er hafin, en Sjúk ást er fræðslu- og forvarnarverkefni á vegum Stígamóta, þar sem markmiðið er að fræða ungmenni, og bara alla um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið. Svandís Anna Sigurðardóttir, verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum kom í þáttinn og sagði okkur betur frá verkefninu, spilinu og herferðinni í ár.
Mörgum hefur eflaust brugðið við sjá auglýsingar frá Rauða krossinum sem nú eru sýndar í sjónvarpi og á vefnum þar sem fólk er spurt hvort það sé klárt fyrir neyðarástand til þriggja daga og hvort viðlagakassinn sé tilbúinn. Það er engin ástæða til að óttast, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, sviðstjóri Fjáröflunar‑ og kynningarsviðs hjá Rauða krossinum, því verkefnið 3dagar.is hefur verið við lýði í samvinnu við almannavarnir í mörg ár. Nú sé hins vegar talin ástæða til að dusta rykið af því ekki síst í ljósi eldsumbrota á Reykjanessskaga, vondra veðra og rafmagnsleysis. Gylfi segir eðlilegt að fólk setji þetta í samhengi við yfirvofandi stríðsástand vegna mikillar óvissu í heimsmálunum en fyrst og fremst sé verið að huga að ástandinu hér heima vegna náttúrvár. Gylfi kom í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Vetrarsól / Gunnar Þórðarson (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson)
Það brennur / Egill Ólafsson og Diddú (Egill Ólafsson)
Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason og Jón Jónsson (Jón Jónsson)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners