Valur Freyr Halldórsson var nú nýlega ráðinn fag- og verkefnisstjóri hjá Sjúkraflutningaskólanum en hann er menntaður hjúkrunarfræðingur og bráðatæknir og hefur starfað hjá Slökkviliði Akureyrar síðastliðin 21 ár. Valur var í þættinum í dag og sagði okkur frá Sjúkraflutningaskólanum.
Það er mánudagur og þá fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag bar Guðjón vinkilinn að hádegismat fyrr og nú.
Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Ágústa Eir Gunnarsdóttir ráðgjafi á Sjónstöð Íslands og kattafræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ágústa Eir talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Plómur e. Sunnu Dís Másdóttir
Skólaljóðin og Í gegnum ljóðmúrinn (safn ljóða frá 20.öld)
Dropi úr síðustu skúr e. Anton Helgi Jónsson
Guli kafbáturinn e. Jón Kalmann
Var, er og verður Birna e. Ingibjörg Hjartardóttir
Systraklukkurnar e. Lars Mytting
Markús Árelíus e. Helga Guðmundsson
Beðið eftir barbörunum e. J.M. Coetzee)
Tónlist í þættinum í dag:
Ferðalag / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon, Gunnar B. Jónsson og Tómas M. Tómasson)
Enginn veit / Sigrún Harðardóttir (McCartney & Lennon, Eysteinn Jónasson)
Smile / Susanne Kessel (Charles Chaplin)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON