Skátahreyfingin á Íslandi fagnaði um helgina 110 árum frá upphafi starfs á Íslandi og 100 ára afmæli kvenskátastarfssins og auðvitað var það gert með afmæliskvöldvöku. Upphafið var 2. nóvember árið 1907, en þá komu saman nokkrir skátafélagar í Fjósinu, að baki Menntaskólans við Reykjavík. Harpa Ósk Valgeirsdóttir er skátahöfðingi Íslands og hún kom í þáttinn og fór aðeins með okkur yfir sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi.
Á laugardaginn heldur Félag um átjándu aldar fræði málþing undir yfirskriftinni - Af sjálfsævisögum frá átjándu og nítjándu öld í Þjóðarbókhlöðunni. Teknar verða fyrir fjórar íslenskar sjálfsævisögur frá átjándu og nítjándu öld og þær greindar með augum ævisöguritaranna. Skoðuð verða samskipti söguritaranna við annað fólk, hugmyndafræði sem birtist í sögum þeirra, sjálfsmynd svo og dómar þeirra um annað fólk. Mjög áhugaverð innsýn í lífið á 18. og 19. öld. Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands og Svavar Sigmundsson, rannsóknarprófessor emeritus við Stofnun Árna Magnússonar, komu í þáttinn og sögðu frá.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall og í dag fjallaði hún um loftslagsmálin og COP27 loftslagsráðstefnuna sem stendur nú yfir í Egyptalandi.
Tónlist í þættinum í dag:
Ameríka / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson, úr Hljómskálanum (Bragi Valdimar Skúlason og Magnús Eiríksson)
Eitt lag enn / GÓSS (Hörður Gunnar Ólafsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Just the way you are / Billy Joel (Billy Joel)
Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Jónína Guðrún Eysteinsdóttir og Baldur Hjörleifsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR