Mannlegi þátturinn

Snorraverkefnin, Háskóladagurinn og Heiðar Ingi lesandinn


Listen Later

Við fræddumst um Snorraverkefnin í þættinum í dag en verkefnin fjalla um að mynda brú á milli menningarsvæði með því að bjóða fólki af íslenskum ættum frá Norður-Ameríku hingað til lands. Markmiðið er að efla tengsl afkomenda vesturfaranna við Ísland og Íslendinga með því kynna fyrir þeim tungumál og menningu með dvöl hjá ættingjum vítt og breitt um landið. Auk þess er íslenskum ungmennum boðið að fara í fjögurra vikna sumarævintýri á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku. Pála Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri Snorraverkefnanna sagði okkur meira frá þessu í þættinum og við heyrðum líka í Dagrúnu Malmquist Jónsdóttur sem fór einmitt í slíka ferð á vegum Snorraverkefnanna árið 2018 sem hún sagði okkur frá.
Annað árið í röð er Háskóladagurinn haldinn stafrænn 26.feb.frá kl.12-15. Dagurinn er sameiginlegur kynningardagur allra háskóla á Íslandi. Þar verður hægt að kynna sér allar námsleiðir sem eru í boði í íslenskum háskólum. Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða tilbúnir til að spjalla við gesti dagsins í netspjalli á deginum. Þarna verður tækifæri að spyrja um hvaðeina sem lýtur að drauma náminu og eiga samtal um námsleiðirnar og háskólalífið. Rósa Björk Jónsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands, sagði okkur frá því sem er í boði þar og frá Háskóladeginum í heild.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Heiðar Ingi Svansson formaður félags íslenskra bókaútgefanda og framkvæmdastjóri hjá IÐNÚ. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners