Á föstudaginn verður söfnunarþáttur SÁÁ í beinni útsendingu á RÚV undir yfirskriftinni „Fyrir fjölskylduna“. Stjórnendur þáttarins verða þau Björg Magnúsdóttir og Sigmar Guðmundsson og munu þau taka á móti góðum gestum þar sem áfengis- og vímuefnifíknin verður rædd á opinskáan hátt út frá sjónarhóli alkóhólistanna en ekki síður aðstandenda þeirra. Leitað verður til almennings um að styrkja SÁÁ í símasöfnun. Við fengum Dr. Ingunni Hansdóttur, yfirsálfræðing SÁÁ og Halldóru Jónasdóttur, frá fjölskyldudeild SÁÁ, í viðtal til að segja okkur frekar frá söfnunarþættinum og því sem þar mun fara fram.
Uppskeruhátíð Markþjálfununar fer fram núna 10.desember og við forvitnuðumst um hvað markþjálfun getur gert í lífi fólks og ræddum við Ástu Guðrúnu Guðbrandsdóttur sem á sér þann draum að fá markþjálfun inní skólakerfið.
Eitt hundrað og tíu manns sækja þjónustu í Laugarási þar sem Landspítalinn rekur deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Sandra Sif Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er aðstoðardeildarstjóri á deildinni. Tekist hefur að halda starfseminni gangandi þrátt fyrir farsóttina með því að nota fjarviðtöl og fjarmeðferðir. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Söndru á heilsuvaktinni í dag.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR