Mannlegi þátturinn

Sóli Hólm föstudagsgestur og ítalskt matarspjall


Listen Later

Sólmundur Hólm var föstudagsgesturinn okkar í dag. Hann er skemmtikraftur,dagskrárgerðarmaður, söngvari og formaður Liverpoolsamfélagsins. Hann er ansi fjölhæfur og á frekar auðvelt með að tjá sig, og hermir eftir landsfrægu fólki á magnaðan hátt. Gísli Einars,Gylfi Ægis,Pálmi Gunnars og Páll Óskar eru meðal þeirra sem hann hermir eftir á skemmtunum en hann hermir líka eftir fólki sem fáir þekkja þótt það sé ekki opinberlega. Sóli á rætur sínar að rekja austur fyrir fjall og þar býr stór hluti hans fjölskyldu.
Matarspjallið var á sínum stað með Sigurlaugu Margréti og í dag talaði hún um Ítalskan mat og vill að við hugsum fallega til vina okkar á Ítalíu. Hún mælir með því að við eldum ítalskan mat nú um helgina og rifjaði upp hvernig við ofsuðum spagettíið hér áður fyrr og notuðum tómatsósu og fleira sem þætti ekki fínt í dag. Meira að segja fussaði hún yfir þykkum pizzum með hakki sem mörgum þykir nú lostæti enn í dag og jafnvel spagetti með tómatsósu.
Og að lokum bentum við hlustendum á að Rás 1 hvetur til þess að fólk sendi sögur, dagbókarfærslur, hugrenningar, samtöl og hvers konar heimildir um reynslu sína af Covid 19 og því ástandi sem faraldurinn hefur skapað. Við viljum heyra hvernig ykkur líður, bæði ykkur sem hafið smitast og ykkur hinum sem ekki hafið komist í snertingu við veiruna. Við viljum vita hvernig þið hafið brugðist við ástandinu, hvaða áhrif það hefur á andlega líðan ykkar, fjölskyldulíf og félagslíf, vinnuna ykkar o.s.frv. Efnið verður notað í dagskrárgerð á Rás 1. Hægt er að senda inn hljóðskrár og texta. Hlekkur á síðu verkefnisins er þessu: https://www.ruv.is/sogur-ur-kofinu
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

15 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

7 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners