Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir. Hún lærði leiklist í London og hefur leikið í fjölda leikrita, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Hún fékk Grímuverðlaunin árið 2017 í flokknum leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Sóley ræstitæknir og svo aftur í sama flokki árið 2019 fyrir hlutverk sitt í leikritinu Rejúníon. Við spurðum hana út í æskuna og uppvöxtinn, skólagönguna og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.
Í matarspjalli dagsins töluðum við um í tilefni bóndadagsins karlamat og þorramat. Hvort að það sé í rauninni eitthvað sem hægt sé að kalla því nafni og hvað þá er það? Í það minnsta var það uppspretta skemmtilegra umræðna í matarspjalli dagsins.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON