Miðvikudagur 29. janúar
Sósíalísk stjórnarandstaða - 2. Þáttur
Leigjendasamtökin hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau fagna því að loksins eigi að taka á skammtímaleigu — máli sem samtökin hafa barist fyrir í áraraðir og komst að miklu leiti fyrir tilstilli samtakanna á dagskrá í síðastliðnum alþingiskosningum. En betur má ef duga skal?
Við rýnum í málefni leigjenda með þeim Yngva Ómari Sigrúnarsyni varaformanni Leigjendasamtakanna og Jóni Ferdinand Estherarsyni stjórnarmanni í Leigjendasamtökunum.