Samtökin SPES barnahjálp í Tógó hélt upp á 20 ára afmæli síðastliðinn sunnudag. Njörður P. Njarðvík, prófessor emiritus, stofnaði samtökin ásamt Claude Voilleau frá Frakklandi og heimafólki í Tógó. Spes International rekur 2 þorp í Tógó fyrir vegalaus börn, þar sem þau ganga í leikskóla og almenna skóla og lagt er fyrir í menntunarsjóð til framtíðar fyrir börnin. Anna Svava Knútsdóttir leikkona þekkir vel til samtakanna og kom meðal annars fram á sunnudaginn og hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá starfsemi samtakanna og frá dvöl sinni í Tógó í þorpi sem SPES rekur.
Í dag er 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Við rifjuðum upp sögu þessa dags í þættinum og tókum stöðuna á réttindabaráttu kvenna eins og hún birtist okkur í dag. Og til þess að spjalla um þetta víðfema og mikilvæga málefni fengum við til okkar Ragnheiði Kristjánsdóttur, prófessor í sagnfræði, en hún hefur rannsakað kvenna- og kynjasöguna og var til dæmis ein þeirra sem skrifuðu bókina Konur kjósa sem kom út árið 2020.
Við fengum svo Örnu Pálsdóttur í viðtal, en hún birti á mánudaginn pistil á vísi.is sem heitir: Leyfið mér að kynna ykkur fyrir óvini mínum þar sem hún rekur reynslusögu fjölskyldunnar eftir að dóttir hennar greindist með átröskun. Pistillinn er ákall um hugarfarsbreytingu til geðraskana og ákall um heilbrigðiskerfi sem veiti barninu hennar nauðsynlega þjónustu, en í pistlinum segir hún að þeim hafi mætt úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég er kona / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir)
Chok Chok / PPCX (Peter Pan Complex)
Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR