Þessa dagana, þegar við þurfum svo mörg að vera heima, hvort sem það er í sóttkví, eða bara til þess að vera ekki að umgangast annað fólk og til þess að halda erum ein eða fleiri saman. Því ákváðum við að heyra í Svanhildi Evu Stefánsdóttur í Spilavinum. Hún eyðir án efa meiri tíma en flestir í að spila alls konar spil. Við fengum góð ráð hjá henni og hugmyndir að skemmtilegum spilum af öllum gerðum.
Menningarhúsin fimm í Kópavogi bjóða uppá dagskrá sem verður send út í fyrsta sinn í dag kl.13 og eftir það á sama tíma þrisvar sinnum í viku út apríl; mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Við fengum að vita meira um þetta framtak í þættinum í dag og heyrðum í Soffíu Karlsdóttur.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Stella Samúelsdóttir, verkefnastýra UN Women á Íslandi. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON