Guðmundur Felix Grétarsson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands til að gefa þeim sem minna mega sín rödd í samfélaginu. Hann bendir á að fatlaðir á Íslandi eigi sér fáa málsvara, eru mis illa staddir og að sumir eigi lítið sem ekkert bakland. Guðmundur Felix segir stjórnmálamenn hafa vanrækt þennan hóp og hann telur forseta Íslands geta sett þetta mál rækilega á dagskrá.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/