Mannlegi þátturinn

Staða erlendra kvenna, íslenskt táknmál og gleraugnagjafir


Listen Later

Í dag er alþjóðlegi útvarpsdagurinn. Evrópusamtök útvarpsstöðva taka höndum saman við Unesco einn dag á ári og skerpa á nokkrum atriðum sem efla útvarpsupplifunina fyrir alla sem að henni koma. Í ár er það fjölbreytileikinn sem verður hafður í hávegum. Mannlegi þátturinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og ætla að skoða stöðu erlendra kvenna á Íslandi. Hvað er verið að gera í þeirra málum? Hvað þarf að gera? Hvað hefur áunnist sl ár, hvernig gengur að ná til þessa hóps og hversu stór er hann? Hvernig vinnu stunda þær, hvernig stuðning fá þær og hvað getum við gert betur sem samfelag? Joanna Marcinkowska, sérfæðingur í málefnum innflytjenda hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi og formaður Fjölmenningarráðs komu í þáttinn og veittu okkur innsýn inn í þessi mál.
Dagur íslenska táknmálsins var þriðjudaginn 11. febrúar. Þann dag voru fréttir í sjónvarpi táknmálstúlkaður, Krakkafréttir líka og svo Stundin okkar á sunnudag. Nokkrir útvarpsþættir voru túlkaðir á táknmál og settir á vef RÚV og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Við fengum Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur forstöðumann Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskerta og Margréti Gígju Þórðardóttur, sem hefur verið heyrnaskert frá fæðingu til þess að koma í þáttinn og fræða okkur um störf samskiptamiðstöðvarinnar og mikilvægi íslenska táknmálsins.
Kristín Gunnarsdóttir sjónfræðingur vann í 33 ár á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta sem hét áður Sjónstöð Íslands. Hún hefur um árabil átt sér gæluverkefni samfara vinnunni, að safna notuðum og nýjum gleraugum og gefa þeim nýtt líf í þróunarhjálp. Þetta hófst fyrir tilviljun, en nú er hún byrjuð starf í samvinnu við alþjóðleg samtök sem hafa hjálpað hundruðum þúsunda víða um heim að öðlast betri sjón. Kristín sagði frá þessu merkilega starfi í þættinum í dag.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

130 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

9 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

21 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners