Mannlegi þátturinn

Stígamót, lífrænt kaffihús og síðasta póstkortið frá Spáni


Listen Later

Við fjölluðum í síðustu viku um herferðina á vegum Stígamóta, SJÚKÁST, sem er er forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi fyrir unglinga sem hefur það að markmiði að fræða ungmenni um heilbrigð sambönd, mörk og samþykki. En í dag kom í þáttinn Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskonu Stígamóta, til að fara með okkur yfir stöðuna í starfseminni, en það hefur verið mikið álag undanfarið, langir biðlistar hafa myndast í kjölfar Covid og ekki síst eftir að önnur bylgja #metoo fór í gang fyrir skemmstu. Í kjölfarið hefur mikið gerst í umræðunni um ofbeldi í samböndum, kynferðisofbeldi, gerendameðvirkni, úrræði fyrir gerendur og fleira. Það var nóg um að ræða við Steinunni í þættinum.
Við heimsóttum í dag eina lífrænt vottaða kaffihúsið á Íslandi, það er á Akranesi og heitir Café Kaia og það er Kaia Jónsdóttir eigandi þess sem tók á móti okkur í sólinni í gær. Hún sagði frá því hvernig það gengur fyrir sig að vinna eftir lífrænni vottun og gaf líka góð ráð um afþreyingu á svæðinu fyrir þá sem vilja kíkja í dagsferð á Skagann.
Í dag var komið að síðasta Póstkortinu Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni, að minnsta kosti í bili. Þetta er sjötugasta og níunda kortið og Magnús kvaddi hlustendur með frásögn af veru sinni á Spáni og þá sérstaklega frá spænskunámi sínu sem hefur gengið misjafnlega en mjakast samt í rétta átt. Hann sagði frá góðum tíma og vondum, en verst var að vera lokaður inni í hundrað daga þegar útgöngubannið ríki í fyrravor á Spáni.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners