Stjúpforeldrahlutverkið vefst fyrir mörgum, á sumum sviðum gengur vel en á öðrum reynir verulega á. Óvissa um hvað "eigi eða megi" t.d. þegar kemur að börnunum og fyrrverandi maka makans, veldur oft streitu og kvíða í annars góðu sambandi. Við fengum í þáttinn Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa sem hefur sérhæft sig í stjúptenglsum og rekur síðuna stjuptengsl.is
Guðmundur Karl Einarsson flugumferðastjóri hefur ferðast um landið undanfarin ár og skráð upplýsingar um kirkjuklukkur Íslands og tekið upp hljóm þeirra. Hann heldur úti síðunni kirkjuklukkur.is. Kirkjuklukkur landsins hljóma mismunandi, eru misstórar og misgamlar, sú elsta sem hann hefur fundið er frá því um 1200. Guðmundur kom í þáttinn og fræddi okkur um kirkjuklukkur og leyfði okkur að heyra hljóminn í nokkrum þeirra.
List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks hátíðin hefst á laugardaginn og stendur í tvær vikur í Gerðubergi. Tilgangur hátíðarinnar er að auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Við fræddumst um List án landamæra í þættinum í dag.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON