Í Víðsjá dagsins verður rætt við Einar Fal Ingólfsson ljósmyndara um sýningu hans Um tíma ? dagbók 20 mánaða sem nú er hægt að skoða í Berg Contemporary galleríinu við Klapparstíg.
Tveir prófessorar við Háskóla Íslands, þau Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund segja frá ritinu Áfangastaðir ? í stuttu máli sem nýlega kom út og fjallar um uppbyggingu ferðamannastaða og tengsl náttúru og menningar, ekki síst á Ströndum. Víðsjá ferðast líka í huganum aftur í tímann og lítur inn á Hótel Borg við Austurvöll sem opnað var á þessum degi, 19. Janúar, árið 1930.
Umsjón: Guðni Tómasson og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.