Mannlegi þátturinn

Streita, Jóhannes á Borg og handstöðuþjálfun


Listen Later

Ólafur Þór Ævarsson hjá Streituskólanum var í viðtali hjá okkur í dag. Margir finna fyrir streitu vegna ástandsins sem hefur skapast vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Þetta ástand er eins og svo oft hefur komið fram fordæmalaust og hefur svo víðtæk áhrif. Ekki nóg með að við höfum áhyggjur af heilsufari okkar og okkar nánustu, heldur blandast líka við það afkomuáhyggjur hjá mörgum, því efnahagslegar afleiðingar þessa ástands snerta marga, fyrirtæki, fjölskyldur og einstaklinga. Við spurðum Ólaf Þór út í hvernig við getum tekist á við þessar aðstæður og haldið streitunni í lágmarki.
Í dag rifjuðum við upp gamalt viðtal úr safni útvarpsins sem var áður í Mannlega þættinum fyrir rúmum tveimur árum. Viðtal við merkilegan mann, Jóhannes Jósefsson, eða Jóhannes á Borg, sem Stefán Jónsson tók í tilefni áttræðisafmælis Jóhannesar árið 1963 í sumarbústað hans, Lundi við Hítará á Mýrum. Í því talar Jóhannes um veiðimennsku, vísur, áflog í æsku, íslensku glímuna. Jóhannes rifjar upp frægðarsögur frá því hann ferðaðist um heiminn og glímdi við hvern þann sem vildi spreyta sig að standa gegn honum, meðal annars japanskan glímukappa sem aldrei hafði verið lagður og hnífamann í Portúgal. Að lokum rifjaði Jóhannes upp þegar Hótel Borg var opnuð honum til mikillar ánægju.
Ýmiskonar fjarþjálfun er málið núna á þessum vikum sem stór hluti landsmanna heldur sig sem mest heima við og það er af ýmsu að taka. Við rákum augun í facebook síðu sem heitir Handstöðu Helgi. Þetta er Helgi nokkur Rúnarsson sem býður fólki uppá Handstöðuþjálfun og við spurðum hann út í hvers konar þjálfun það er í þættinum í dag.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

130 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

9 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

20 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners