Mannlegi þátturinn

Stundin okkar, Ullarvikan og Krummi lesandi vikunnar


Listen Later

Rannveig og Krummi, Bryndís og Þórður, Sirrý og Palli, Gunni og Felix, Birta og Bárður, Björgvin Franz, Gói og miklu fleiri. Þetta eru auðvitað umsjónarfólk Stundarinnar okkar í gegnum tíðina. Næsta sunnudag hefur Stundin okkar aftur göngu sína í sjónvarpinu með nýju umsjónarfólki. Höfundar Stundarinnar okkar í ár eru kornungir, allir tuttugu og tveggja ára, en eru síður en svo reynslulausir. Þeir hafa skrifað nokkur leikrit, bækur og efni fyrir sjónvarp. Þeir eru allir að læra leiklist og við fengum tvo þeirra, þá Mikael Kaaber og Arnór Björnsson, í viðtal til að segja okkur frá sér og um hvað Stundin okkar verður í þeirra meðförum.
Þessa vikuna fer fram í fyrsta skipti Ullarvika sem haldin er á Suðurlandi. Miðstöð ullarvikunnar verður í Félagsheimilinu Þingborg í Flóa og megindagskráin fer þar fram. Boðið verður upp á námskeið í handverki og fengnir til þess kennarar frá m.a. Íslandi, Skotlandi, Noregi og Bandaríkjunum. Við hringdum í Maju Siska og fengum hana til að segja okkur frá Ullarvikunni.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Krummi Björgvins. Hann var söngvari hljómsveitanna Mínus, Esju og Legend og hefur svo gert tónlist undir eigin nafni. Krummi stýrir nú útvarpsþáttunum Krummi krunkar úti á sunnudagsmorgnum á Rás 2. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners