Hringurinn er kvenfélag sem var stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni sem tengjast veikum börnum hafa verið studd og styrkt, þeirra á meðal Barna- og unglingageðdeildin og ýmis sambýli fyrir fatlaða svo fátt eitt sé talið. Það er ekki einfalt að vinna að fjáröflun á Covid tímum en þær Hringskonur hafa ákveðið að efna til Sumarbingós á síðasta vetrardag sem er stílað inn á fjölskyldur. Við fengum Rakel Garðarsdóttur í þáttinn til að segja okkur frekar frá bingóinu og þessu góða starfi Hringsins.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Helga Dögg Björgvinsdóttir, hún er bókmennta- og viðskiptafræðingur og viðskipta- og þjónustustjóri hjá Crayon á Íslandi. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON