Gígja Hólmgeirsdóttir tekur á móti Huldu Sif Hermannsdóttur, verkefnastjóra og aðstoðarmanni bæjarstjóra Akureyrarbæjar, í hljóðveri á Akureyri. Hulda Sif segir meðal annars frá æsku sinni í Innbænum á Akureyri, frá skiptinemadvöl sinni í Þýskalandi þar sem hún þurfti að gangast undir aðgerð á fæti. Hulda Sif segir einnig frá hvernig hún byrjar að vinna í fjölmiðlum, þróar sig svo yfir í verkefnastjórnun og nú í dag starfar hún sem aðstoðarmaður bæjarstjóra.