Á sunnudaginn næsta, þann 10. nóvember, verður þess minnst í menningarhúsinu Hofi á Akureyri að í ár eru 100 ár síðan ungur maður gaf út sína fyrstu ljóðabók. Þessi ungi maður var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sem gaf út ljóðabókin Svartar fjaðrir. Í Hofi verður bæði sungið og spjallað. Tónlistarfólk mun leika gömul og ný lög eftir lög við ljóð Davíðs, og leikkonan María Pálsdóttir mun bjóða til stofu rithöfundinum og alþingismanninum Guðmundi Andra Thorssyni og áhugafólkinu Pétri Halldórssyni og Valgerði Bjarnadóttur til að ræða um líf og list skáldsins frá Fagraskógi. Hlustendur heyra af þessu gestaboði í Víðsjá dagsins.
Snæbjörn Brynjarsson fjallar um Eitur eftir hollenska rithöfundinn Lot Vekemans, leikrit sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um helgina.
Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Vögguvísa eftir Elías Mar sem kom út árið 1950 og var þriðja skáldsaga höfundar. Ásta Kristín Benediktsdóttir íslenskufræðingur segir frá bókinni í þættinum í dag en Ásta varð nýverið doktorsritgerð um verk Elíasar.
Og loks verður rætt við Pétur Ármannsson, arkitekt og fræðimann, um Guðjón Samúelsson húsameistara ríkisins, en sýning um Guðjón og verk hans var opnuð um liðna helgi í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Umsjón með Víðsjá hafa Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.