Silvio Berlusconi er látinn. Þetta var umdeildur og merkilegur maður, tiltekin týpa sem hefur verið settur í flokk með mönnum eins og Donald Trump, Vladimir Putin, Rupert Murdoch og Recep Tayyp Erdogan. Berlusconi hefur verið ítrekað sakaður um spillingu og fjársvik, hann hefur verið dæmdur fyrir glæpi, hann hefur keypt vændi og misnotað barn. En hann hefur líka verið forsætisráðherra Ítalíu oftar en einu sinni. Og eins og gengur og gerist með svona tegundir af stjórnmálafólki, hefur töluvert verið fjallað um hann í fjölmiðlum undanfarin ár. Í þætti dagsins nýtir Sunna Valgerðardóttir brot úr nokkrum útvarpsþáttum sem hafa fjallað um Berlusconi. Guðrún Hálfdánardóttir fjallaði um hann í Sterka manninum 2022, Þórður Víkingur Friðgeirsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson tóku hann fyrir í Sögum af misgóðum mönnum 2014 og honum brá líka fyrir í Þetta helst þætti Veru Illugadóttur um Giorgiu Meloni.