Hvað á að gera þegar ungbarni gengur illa að sofa um nætur og foreldrarnir eru ráðþrota? Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur hefur sérmenntað sig í svefnvenjum barna. Nýlega stofnaði hún sérstaka síðu þar sem hún heldur úti netnámskeiðum fyrir foreldra ungra barna og eftirspurnin er slík hún hefur vart undan. Við heyrðum í Hafdísi.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R Einarssyni en þetta var síðasta póstkortið um ferðasögu Magnúsar frá Kanaríeyjum og Alicante. Hann segir frá því sem hann hreifst af í ferðalaginu, en hann hafði töluverðan fyrirvara á sér gagnvart eyjunum sem hann taldi vera óáhugaverðar og í klassa með Benidorm og álíka kúltúrsnauðum stöðum. Annað kom í ljós og hann fann ýmislegt sem vakti áhugann.
Það hefur færst í vöxt undanfarin ár að fullorðið fólk fari á skipulögð sundnámskeið, skriðsund og Garpasund eru vinsæl og við brugðum okkur í heimsókn í Sundlaug Kópavogs þar sem eitt slíkt námskeið var í gangi og tókum þáttakendur tali og töluðum við þjálfarann Hákon Jónsson. Þetta viðtal var endurflutt frá haustinu 2021.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR