Í Víðsjá dagsins verður haldið í heimsókn í Listasafn Íslands en sýningin Sviðsett augnablik var opnuð þar um síðustu helgi. Sýningin hefur að geyma verk úr safneign safnsins þar sem ljósmyndin er notuð við listsköpun og er hluti Ljósmyndahátíðar Íslands sem nú stendur yfir. Víðsjá ræðir við sýningarstjórann Vigdísi Rún Jónsdóttur um sýninguna. Í þættinum verður jafnframt hugað að Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú en sýning um lífshlaup hennar er nú uppi í Þjóðarbókhlöðu vegna þess að í fyrra voru 250 ár eru liðin frá fæðingu þessarar merku konu. Og í Víðsjá hljómar líka pistill frá Birni Jóni Sigurðssyni, leikhúsmanni, sem hann kallar innviðir hugans.
Umsjón: Guðni Tómasson.