Í Víðsjá í dag verður rætt við Ásu Richardsdóttur, framkvæmdastjóra alþjóðlegu sviðslistasamtakanna IETM um samtökin, pólitík og áhrifamátt sviðslistanna.
Ægir Þór Jänke, heimspekingur og skáld, heimsækir þáttinn og segir frá tímaritinu Skandala, nýju bókmenntatímariti sem beinir sjónum að skúffuskáldum og hráum verkum.
Flutt verður viðtal frá árinu 2016, við Ófeig Sigurðsson, þýðanda Verndargrips eftir Roberto Bolaño, sem er bók vikunnar að þessu sinni.
Og við heimsækjum Hafnarborg og kíkjum á sýninguna Tímahvörf, sem var opnuð síðustu helgi. Rætt verður við Ágústu Kristófersdóttur, safnstjóra, um sýninguna, en þar birtist áhorfandanum sýn átta samtímaljósmyndara á Hafnarfjörð.
Tónlist:
Patti Smith - Ghost Dance
Patrick Watson - Weight of the World
Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir