Mannlegi þátturinn

Svifryksmengun, Geirmundur á Króknum og fósturtalningar


Listen Later

Samkvæmt árlegri loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu metur stofnunin út frá styrk loftmengunarefna, að á Íslandi megi rekja allt að 80 ótímabær dauðsföll á ári til svifryks. Við fengum Þröst Þorsteinsson prófessor í umhverfis-og auðlindafræði hjá Háskóla Íslands í þáttinn til að segja okkur frá niðurstöðum rannsóknar sem hann var að gera á áhrifum hraða umferðarinnar á loftmengun og svifryksmengun.
Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður á Sauðárkróki á afmæli í dag og við slógum á þráðinn norður til hans. Geirmundur er með 120 fjár á fóðrum á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð og fer daglega í fjárhúsin að gefa og það vakti landsathygli fyrir nokkrum vikum þegar tvö lömb litu dagsins ljós í miðjum rúningi. Auk þess sagði hann frá því þegar hann tvíbraut á sér ökklann þegar hann datt á svellbunka fyrir rúmu ári.
Og meira tengt sauðburði. Á síðustu árum hefur færst í vöxt að bændur nýti sér fósturtalningar í ám til hagræðingar í sauðburði. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, lagði leið sína að bænum Ytri-Fagradal á Skarðströnd þar sem Heiða Guðný Ásgeirsdóttir taldi fósturvísa í ám og huðnum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners