Víðsjá

Svipmynd af rithöfundi / Margrét Tryggvadóttir

03.13.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Margrét Tryggvadóttir fæddist í Kópavogi 1972. Hana langaði til að læra myndlist en fór í Verslunarskólann til að vera skynsöm og svo í bókmenntafræði við Háskóla Íslands því hana langaði til að vinna sem ritstjóri. Hún hefur unnið með texta og myndir nær allar götur síðan, sem ritstjóri, myndritstjóri og höfundur.

Margrét hefur gefið út fjölda bóka fyrir börn og ungmenni og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir. Í vetur gaf hún út tvær bækur, Stolt, sem er sjálfstætt framhald Sterk, sem hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021, og bókina Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina en fyrir hana hlaut Margrét Fjöruverðlaunin á dögunum.

Margrét verður gestur okkar í Svipmynd dagsins.

More episodes from Víðsjá