Víðsjá

Svipmynd af sellóleikara / Gunnar Kvaran


Listen Later

Gunnar Kvaran sellóleikari var átta ára gamall þegar foreldrar hans sendu hann til náms í þá nýstofnaðan Barnamúsíkskóla Reykjavíkur. Þar lærði hann undir handleiðslu Doktor Heinz Edelstein sem ákvað að sellóið yrði hans hljóðfæri. Eftir brottfararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík hélt Gunnar út til náms, fyrst til Kaupmannahafnar, þar sem hann hóf líka að kenna við Konunglega tónlistarháskólann, og svo til Basel og Parísar. Eftir 17 ár erlendis flutti Gunnar aftur heim og hefur síðan verið einn af okkar ástsælustu einleikurum auk þess að hafa jöfnum höndum kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskólann.
Gunnar hefur haldið einleikstónleika víða um heim auk þess að leika einleik með hinum ýmsu Sinfóníuhljómsveitum. Hann hefur einnig átt í farsælu samstarfi við eiginkonu sína, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara í Tríói Reykjavíkur. Honum hafa fallið ýmis verðlaun í skaut, verið bæjarlistamaður Seltjarnarness og hann er líka handhafi fálkaorðunnar. Gunnar sinnir ekki aðeins tónlistinni af innri köllun, heldur hefur hann eytt drjúgum tíma í að miðla henni til þeirra sem annars fengju hennar ekki notið. Því hann trúir því einlæglega að tónlistin sé mannbætandi afl sem næri og jafnvel lækni sálina. Meira um það í samtali okkar við Gunnar, sem setur hér fyrsta verkið á fóninn.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

91,010 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

16 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners