Á Skriðinsenni í Bitrurfirði á Ströndum búa mæðgurnar Steinnunn Hákonardóttir og móðir hennar Lilja Jónsdóttir, Ólafía systir Lilju býr á Hólmavík en dvelur oft á Enni. Systurnar tvær eru komnar yfir nírætt og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fékk að koma í heimsókn og rifjaði upp með þeim systrum minningar frá liðinni tíð.
Í síðasta póstkorti ársins frá Magnús R. Einarssyni segir hann frá nokkrum áramótum sem hann hefur upplifað á ferðum sínum erlendis. Hann hefur verið í þó nokkrum löndum um áramót svo sem Englandi, Spáni, Skotlandi, Ítalíu, Indlandi og Nýja Sjálandi, en hann segir frá nokkrum þeirra og ólíkri upplifun í hverju og einu landi.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON