Okkur berast ófáar fregnirnar af því hvað NASA og SpaceX, Elon Musk og Jeff Bezos eru að brasa í geimnum, enda ýmislegt að gerast þar. En við heyrum minna af því sem er að gerast hinu megin á hnettinum þar sem Kína hefur lagt fram afar metnaðarfulla fimm ára geimferðaáætlun sem ber heitið Sjónarhorn og hefst á þessum orðum forseta landsins, Xi Jinping: ?Að kanna hið gríðarstóra kosmós, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er okkar eilífi draumur.?
Góður árangur í geimnum gegnir veigamiklu hlutverki í að styrkja stöðu Kína á jörðu niðri, efnhagslega, pólitískt og hernaðarlega auðvitað en einnig tæknilega, og er þannig liður í því að nútímavæða þetta stóra land.
Snorri Rafn Hallsson segir frá framtíðaráformum Kína í geimnum í þætti dagsins.