Í Húslestri, nýútkominni bók Magnúsar Sigurðssonar færir höfundur fornan íslenskan sið í nýjan búning. Textinn dansar á mörkum skáldskapar og veruleika, innblásinn af ritgerðarforminu. Viðfangsefnin eru ofin úr ólíkum áttum og koma lesandanum sífellt á óvart. Hverjum hefði til að mynda dottið í hug að samloka gæti verið smurð með skít þökk sé portúgölskum þýðanda Voltaire? Og hefur þú hlustandi góður spurt þig að því afhverju hundar þefa af rassi hvors annars? Við ræðum við höfundinn í þætti dagsins.
Á haustdögum gaf Hið íslenska bókmenntafélag út safn greina sem fjalla um rannsóknir á miðaldatextum með áherslu á nýjar rannsóknir á Völuspá og tengsl kvæðisins við myndræna túlkun og frásagnir sem fjalla um endalok heimsins. Ritstjórar greinasafnsins eru Þórhallur Eyþórsson og Pétur Pétursson og meðal greinahöfunda er geðlæknirinn Haraldur Erlendsson, sem rýnir í táknmál Völuspár útfrá kenningum sálgreiningar og myndmáli ólíkra menningarheima. Víðsjá sótti Harald heim og kafaði með honum í táknfræði dómsdagskveðskaps.
En við byrjum á bókmenntarýni frá Gauta Kristmannssyni, sem að þessu sinni fjallar um Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir