Mannlegi þátturinn

Teepa Snow, brasilísk sveifla og Viðey


Listen Later

Teepa Snow er iðjuþjálfi, aðstandandi og með yfir 30 ára starfsreynslu af starfi fyrir fólk með heilabilun, bæði í beinni þjónustu og fræðistarfi. Hún heldur fyrirlestra víða um heim og er þekkt fyrir nálgun sína og lifandi aðferðir við að miðla þekkingu sinni og í dag heldur Teepa fyrirlestur á Íslandi í dag á vegum samtakanna Verndrum veika og aldraða. Við fengum Áslaugu Dröfn Sigurðardóttur, aðstandanda, og meðlim í samtökunum til að segja okkur meira frá Teepu og viðburðinum í þættinum í dag.
Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með sumardagskrá sína með spennandi tónleikum og á morgun í Flóa í Hörpu koma fram Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ásamt hljómsveit. Þegar Óskar og Ife, sem er frá Brasilíu, voru búnir að vinna saman í talsvert mörg ár fundust þó nokkuð af skúffulögum í fórum Ife sem hann hafði aldrei gert neitt með. Þarna var kominn efniviður sem Óskar vildi ekki láta fara forgörðum og hafist var handa við upptökur. Nú er platan að koma út og á útgáfutónleikum verður hún leikin ásamt fleiri brasilískum lögum af þeim félögum ásamt frábærri hljómsveit. Við hringdum í Óskar í þættinum.
Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu gleymum stundum hvað það er skemmtilegt að fara útí Viðey. Á sumrin er boðið uppá dagskrá um helgar eins og td. núna á laugardaginn 1.júlí. Börnum verða sagðar þjóðsögur í Viðey í skemmtilegri náttúrugöngu og sögukonan er Björk Bjarnadóttir umhverfis- og þjóðfræðingur. Spáð verður í jurtirnar, nöfn þeirra, athugað verður hvort það fylgi þeim einhver þjóðtrú, nytjar þeirra skoðaðar og fjallað um lækningamátt þeirra. Við heyrðum í Björk í þættinum.
Tónlist í þættinum:
Rock Calypso í réttunum / Haukur Morthens (erlent lag /Jón Sigurðsson)
Southern cross / Crosby Stills and Nash (Stephen Stills, Michael Curtis og Richard Curtis)
Nao Tem Misterio / Ife Tolentino (Ife Tolentino)
Austurstræti / L?amour Fou (Þórhallur Sigurðsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners